Áskorun Benedikts – Dagur 3

raektin01Kostir Þorlákshafnar (3/10)

Í þorlákshöfn er glæsilegur líkamsræktarsalur þar sem öll tæki og annað er glænýtt. Sjálfur er maður allt of latur að nýta sér þessa frábæru aðstöðu, en það stendur alltaf til að breyta því.

Þarna er boðið upp á alls kyns tíma sem heita framandi nöfnum sem ég man ekki hvað heita í augnablikinu. Svo eru margir hæfir einkaþjálfarar sem bjóða upp á þjálfun á staðnum eða farþjálfum. Man ekki hvað einkaþjálfararnir eru orðnir margir en síðustu tölur hljóða upp á einn einkaþjálfara á hverja fjóra íbúa minnir mig.

Á sumrin fara hóptímarnir fram utandyra enda veðrið alltaf gott í Þorlákshöfn, sem og á mest öllu suðurlandinu.

Það kemur reyndar einstaka sinnum fyrir að rokið er það svakalega mikið í Vestmannaeyjum að það nær alla hingað en ekkert alvarlegt. Þá er farið inn.

Svo er töluvert ódýrara að æfa líkamsrækt hér en í höfuðborginni.

Kveðja, Benedikt Guðmundsson 
íbúi í Þorlákshöfn