Naumt tap Ægis gegn toppliðinu

stukan-28Ægir tók á móti toppliði Gróttu í 2. deildinni í fótbolta í gær og lauk leiknum með 0-1 sigri gestanna.

Leikurinn var jafn en Gróttumenn þó ögn hættulegri í fyrrihálfleik og komust þeir yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf úr hornspyrnu.

Ægismenn voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og sterk vörn Gróttu skilaði gestunum stigin þrjú.

Ægir situr í 7. sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir og mætir liðið KF á útivelli næstkomandi föstudag, 13. júní.