golfvöllur3Kostir Þorlákshafnar (4/10)

Ef þú býrð í Þorlákshöfn þá ertu með 18 holu golfvöll í garðinum hjá þér. Ef þú býrð í Reykjavík þá er glæsilegur 18 holu völlur aðeins hálftíma frá þér. Mun minni traffík heldur en á hinum völlunum í Reykjavík.

Ég er með báða dregnina á golfnámskeiði þessa dagana því golf er auðvitað fyrir fólk á öllum aldri.

Núna er t.d. námskeið fyrir fullorðna líka og það er aldrei of seint að byrja.

Núna er fullt af fólki mætt á ströndina í veðurblíðunni. Straumur í sundlaugina sem er ein sú glæsilegasta á landinu (komun nánar inn á hana seinna).

Hvað eru mörg bæjarfélag sem hafa svona lífsgæði?

Njótið blíðunnar í dag og í sumar í paradís.

Kveðja, Benedikt Guðmundsson 
íbúi í Þorlákshöfn