Stórleikur í kvöld

hertzvollurinnÍ kvöld fer Ægir í Breiðholtið og mætir ÍR í toppbaráttu 2.deildar.

Leikurinn fer fram kl 18:15 á Hertz vellinum í Breiðholti. Sem stendur er Ægir í 4.sæti deildarinnar með 16 stig eftir þrjá sigurleiki í röð. Mótherjar Ægis, þeir í ÍR, eru hinsvegar stigi ofar en okkar menn í 2.sæti ásamt Gróttu og því er vel hægt að kalla þennan leik stórleik.

Styðjum okkar stráka! Áfram Ægir!