Síðsumarsgleði ungmennaráðs

Þrumufleygar
Ná Þrumufleygar að verja titil sinn í sápubolta?

Dagana 18.-21. ágúst næstkomandi verður aldeilis nóg um að vera í Þorlákshöfn. Ungmennaráð Ölfuss ætlar að standa fyrir stórskemmtilegri viðburðaviku svona í lok sumarsins þar sem öllum er boðið að vera með!

Dagskráin er svohljóðandi:

Mánudagur 18. ágúst kl. 19:30 – Kubbmót við félagsmiðstöðina.

Þriðjudagur 19. ágúst kl. 19:30 – Streetball mót við félagsmiðstöðina.

Miðvikudagur 20. ágúst kl. 18:00 – Sápubolti við íþróttahúsið (ATH! 14 ára aldurstakmark, áhorfendur á öllum aldri velkomnir).

Fimmtudagur 21. ágúst kl. 18 – Risabox við félagsmiðstöðina og grillaðar pylsur.

Að sjálfsögðu er frítt á alla viðburði!