Sigurmark undir lok leiks

Matthew Towns
Matthew Towns hélt hreinu í dag

Ægir sigraði KF, 1-0 í dag í Þorlákshöfn, með marki Sverris Þórs Garðarssonar á 87.mínútu leiksins.

Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum, en það var undir lok leiks sem Sverrir breytti því svo sannarlega með því að skora sigurmarkið.

Sigur Ægis fleytir þeim upp í 7.sæti 2.deildar með 22 stig, þegar 17 umferðir eru búnar.

Næsta laugardag fara Ægismenn í ferðalag á Seyðisfjörð og mæta þar heimamönnum í Huginn.