Streetball og sápubolti á síðsumarsgleði ungmennaráðs

Rjómablíða í körfuboltanum
Rjómablíða í körfuboltanum

Síðsumarsgleði ungmennaráðs Ölfuss hélt áfram í gærkvöldi með streetball móti í körfubolta.  Það var fínasta mæting í körfuboltann og var leikgleðin og keppnisskapið allsráðandi hjá liðum kvöldsins.

Sigurvegarar streetball mótsins voru þeir Matthías Rafn, Þröstur Ægir og meistaraflokks undrið Vilhjálmur Atli.

Þriðji og næstsíðasti dagur síðsumarsgleðinnar er í kvöld kl 18:00, en þá verður keppt í sápubolta við íþróttahúsið og er 14 ára aldurstakmark. Áhorfendur á öllum aldri eru samt velkomnir.

Á morgun er svo síðasti dagur síðsumarsgleðinnar, en þá verður keppt í risaboxi við félagsmiðstöðina og grillaðar pylsur að því loknu.