Ölfus mætir Fljótsdalshéraði í Útsvari

utsvar_olfus01Búið er að draga í fyrstu umferð sjónvarpsþáttarins Útsvars en lið Ölfus tekur núna þátt í fyrsta skipti en þættirnir eru sýndir á RÚV í vetur.

Lið Ölfuss mætir Fljótsdalshéraði í fyrstu umferð og keppa liðin í beinni útsendingu í sjónvarpinu þann 28. nóvember næstkomandi.

Lið Ölfuss skipa Hannes Stefánsson, kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, Ingibjörg Hjörleifsdóttir, nemi við Fjölbrautarskóla Suðurlands og Bjarni Már Valdimarsson, þúsundþjalasmiður eins og hann kallar sig og annar meðlimur Hafnarfrétta.