Glæsilegur sigur í fyrsta leik Þórs

tommi01
Tómas var besti maður Þórs í kvöld. Myndir / Davíð Þór

Tímabilið byrjar vel fyrir Þór í Dominos deildinni í körfubolta en í kvöld sigruðu þeir ÍR 93-83 í miklum spennuleik.

Leikurinn var í járnum mest allan tíman en þó voru gestirnir í ÍR sprækari í fyrsta leikhluta. Þór bættu síðan í í öðrum og voru síðan skrefinu framar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en þó varð munurinn aldrei mikill.

Það var síðan um miðjan þriðja leikhluta sem Þórsarar náðu smá forskoti og má segja að Tommi hafi séð um að gera út um leikinn í fjórða leikhluta en hann var frábær í liði Þórs í kvöld og skoraði 26 stig.

gretar01Grétar Ingi kom sterkur inn í lið Þórs í kvöld og nýji bandaríkjamaðurinn, Vee Sanford, var sprækur og skoraði til að mynda fyrstu 8 stig Þórs í leiknum.

Næsti leikur Þórs er á Sauðárkróki næstkomandi fimmtudag gegn Tindastól.