Þór fær ÍR í heimsókn í fyrsta leik tímabilsins

Vee Sanford verður í Þórsbúningi í kvöld.
Vee Sanford verður í Þórsbúningi í kvöld.

Í kvöld fer fram fyrsti leikur tímabilsins hjá Þórsurum í Dominos deildinni í körfubolta.

Breiðhyltingarnir í ÍR mæta í Icelandic Glacial höllina Í Þorlákshöfn og mæta þar heimamönnum í Þór klukkan 19:15.

Þór teflir fram nýjum Bandaríkjamanni í kvöld sem heitir Vee Sanford en hann kom til landsins í vikunni.

Tilvalið að skella sér í Icelandic Glacial höllina og styðja strákana til sigurs í fyrsta leik tímabilsins.