Stofubandið spilar á Hendur í höfn

hendur_ihofn01Á morgun, föstudagskvöld, mun hljómsveitin Stofubandið halda tónleika í annað sinn á kaffihúsinu Hendur í Höfn í Þorlákshöfn.

Frábær stemning var á tónleikum Stofubandsins á Hendur í höfn í fyrra og var því ákveðið að endurtaka leikinn.

Húsið opnar klukkan 19 og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana en Dagný mun bjóða upp á léttan matseðil af þessu tilefni.