Þór semur við Vee Sanford

vee_sanford01Meistaraflokkur Þórs hefur samið við bandarískan leikmann að nafni Vee Sanford fyrir komandi átök í Dominos deildinni.

Sanford er 194 cm hár alhliða leikmaður sem á að geta gert sitt lítið af hverju. Þetta er fyrsta tímabil hans sem atvinnumaður en Sanford útskrifaðist frá Dayton háskólanum í vor þar sem hann skoraði að meðaltali 9,6 stig á síðasta tímabili.

Unnið er að því að hann fái keppnisleyfi fyrir fyrsta leik tímabilsins á föstudaginn þegar ÍR mætir í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn.

Meðfylgjandi er myndband af leikmanninum frá því í sumar.

Vee Sanford from James Mason on Vimeo.