Þór Þorlákshöfn ekki spáð góðu gengi

Baldur Þór, fyrirliði Þórs, mun láta finna fyrir sér eins og vanalega.
Baldur Þór, fyrirliði Þórs

Árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna fyrir Dominos deild karla, fór fram í dag.

Þar kom í ljós að okkar mönnum er spáð 9.sæti deildarinnar, sem er einu sæti frá úrslitakeppni.

Íslandsmeistarar KR hlutu yfirburðakosningu og ÍR og Skallagrími var spáð falli.

Fyrsta umferð Dominos deildar hefst fimmtudaginn 9.október með fjórum leikjum. Tveir leikir verða svo föstudaginn 10.október og er annar þeirra viðureign Þórs og ÍR í Iceland Glacial höllinni kl 19:15

Áfram Þór!