Ákveðið hefur verið að fresta dagskrá sem vera átti á ráðhústorginu klukkan 18 á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu, fram til mánudagsins 1. desember kl. 18 vegna veðurs.
Það er spáð vitlausu veðri seinnipartinn á morgun og ætti fólk þá ekki að vera á ferðinni.
Sunnudagaskóli og aðventustund í kirkju verða þó á sínum stað í kirkjunni, en dagskrá klukkan 18:00 verður frestað eins og fyrr segir fram á mánudag.
Dagskráin verður með hefðbundu sniði þó dagurinn verði óhefðbundinn. Lúðrasveitin spilar jólalög, kórar grunnskólans leiða fjöldasöng og Kiwanismaður flytur stutt ávarp áður en ljós verða tendruð á jólatrénu. Síðan vonumst við til þess að jólasveinar kíki í heimsókn auk þess sem Landsbankinn og Kiwanismenn bjóða gestum upp á heitt kakó og piparkökur.
Í kjölfarið er upplagt að rölta á milli fyrirtækja og njóta þess að fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir verða með opið til kukkan 21:00 og bjóða upp á margvísleg tilboð, kynningar, matseðla, handverk og margt fleira skemmtilegt.