thorlakskirkja-1Í dag, fyrsta sunnudag í aðventu, verður haldin aðventuhátíð í Þorlákskirkju.

Nær allir starfandi kórar í sókninni koma fram á tónleikunum ásamt skólalúðrasveit Þorlákshafnar.

Væntanleg fermingarbörn lesa lestra og sóknarprestur flytur hugleiðingu.

Tónleikarnir hefjast klukkan 15:30 og eru allir velkomnir.