Þak fauk af húsnæði Rás í Þorlákshöfn

ovedur01
Mynd / landsbjorg.is

Þak fauk af iðnaðarhúsnæði í Þorlákshöfn í ofsaveðrinu sem gengur nú yfir landið og hafa tugir björgunarsveitarmanna í Árnes- og Rangárvallasýslum verið við störf í kvöld.

Grafa var fengin til að halda þakinu niðri en nærliggjandi götum hefur verið lokað af þessum sökum en það er Sunnlenska.is sem greinir frá.

Í samtali við Vísi.is segir Viðar Arnarsson, svæðisstjóri björgunarsveitanna á Suðurlandi, að ástandið sé verst í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og á Stokkseyri.

ovedur03
Fiskikör á víð og dreif. Mynd / Axel Örn
ovedur02
Einnig út á miðri götu. Mynd / Axel Örn

Uppfært kl. 23:15
Fiskikör eru á víð og dreif í iðnaðarhverfinu í Þorlákshöfn samkvæmt heimildum Hafnarfrétta og steinull fýkur um allar götur.

Húsnæðið sem um ræðir er húsið sem hýsti verslunina Rás á Selvogsbrautinni og hefur steinull úr þakinu fokið langar leiðir um bæinn.