Jólastemning í kvöld hjá fyrirtækjum bæjarins

jolatre01Það verður sannkölluð jólastemning í Þorlákshöfn í kvöld, mánudag, þegar fyrirtæki í bænum efna til jólakvölds.

Fjölmörg fyrirtæki verða með eitthvað skemmtilegt í gangi og er tilvalið fyrir fjölskylduna að rölta á milli fyrirtækja og skoða það sem þau hafa upp á að bjóða, fara út að borða og bara að njóta samverunnar saman.

Eftirfarandi aðilar verða með opið til kl. 21 í kvöld:
Keramikhofið, Skálinn, Svarti Sauðurinn, Hendur í Höfn, DagbjörtHarpa, Kjartan Rakari, Kjarval, Hjá Jonna, Meitillinn Veitingahús, Almar Bakari, Kompan klippistofa, Bókasafnið (Lista- og handverksfélagið verður fyrir framan bókasafnið), Blómastúdíó Sillu og Gallerý Viss.