Jólastund Tóna og Trix

tonarogtrix-22Hin árlega jólastund Tóna og Trix, eldriborgaratónlistarhóps í Þorlákshöfn, verður sunnudaginn 7. desember í Ráðhúsi Ölfuss.

Það er orðinn fastur liður hjá mörgum að koma og eiga þessa stund á Aðventunni með okkur og fyrir það eru allir í þessum hópi mjög þakklátir.

guðrúnAð þessu sinni verða gestir okkar barnakórar Grunnskólans í Þorlákshöfn, píanóleikarinn Tómas Jónsson og stórsöngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir.

Að venju verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur í hléi. Jólastundin hefst kl. 16.00 í Ráðhúsi Ölfuss, sunnudaginn 7. desember, aðgangseyrir er kr. 1500.- Athugið að það er ekki posi á staðnum. Við hlökkum til að sjá ykkur.