Ölfus kaupir 9% hlut í leikskólum Hveragerðis

Leikskólinn Undraland í Hveragerði.
Leikskólinn Undraland í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt samhljóða að sveitarfélagið Ölfus myndi kaupa 9% hlut í leikskólum Hveragerðis.

Ölfus mun greiða Hveragerði 32 milljónir króna fyrir hlutinn. Með kaupunum munu börn búsett í dreifýli Ölfuss njóta sama aðgengis að leikskólum Hveragerðis og börn með lögheimili í Hveragerði.

Á fundinum voru einnig lögð fram drög að samstarfssamningi milli Hveragerðis og Ölfuss vegna skólamála sem taka á gildi frá og með 1. janúar 2015.