Þrengslum, Hellisheiði og Sandskeiði lokað

threngsli01Búið er að loka Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum vegna þæfingsfærðar og skafrennings. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Það er hálka eða snjóþekja mjög víða á Suður- og Suðvesturlandi og gengur á með éljum.

Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi en veginum hefur þó ekki verið lokað þegar þessi frétt er skrifuð.