Jónas Sigurðsson á toppi Vinsældalista Rásar 2

jonasogludro-1Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar sitja á toppi Vinsældalista Rásar 2 með lagið „Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá“.

Vinsældalistinn var frumfluttur í gær, laugardag, og fór lag Jónasar þá á toppinn eftir fjórar vikur á listanum.

Hljómsveitin Amabadama er í öðru sætinu með lagið „Hermenn“ og í því þriðja er topplag síðustu viku „Blank Space“ í flutningi Taylor Swift.

Vinsældalisti Rásar 2 er frumfluttur á laugardögum klukkan 15 og endurfluttur á sunnudagskvöldum klukkan 22.