Þór fær Stjörnuna í heimsókn

govens01Það má gera ráð fyrir látum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þór tekur á móti Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfubolta.

Þórsarar hafa verið í smá lægð undanfarið og tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni. Meðan Stjarnan er líklega enn í sigurvímu eftir að hafa sigrað KR í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi.

Tilvalið að skella sér á völlinn í kvöld og hvetja okkar menn til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19:15.