Þrengslin og Hellisheiði lokuð

threngsli_1Búið er að loka fyrir alla umferð í gegnum Þrengslin og Hellisheiði vegna óveðurs.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að á Hellisheiði er hálka og skafrenningur og vaxandi vindur og hálka og snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi.

Á suðvesturlandinu er gert ráð fyrir 25-28 metrum á sekúndu í eftirmiðdaginn og því lang gáfulegast að vera ekkert mikið á ferðinni á meðan þetta gengur yfir.