Síðasti leikur Þórs fyrir úrslitakeppni

baldurthor-1Síðasti leikur Þórs fyrir úrslitakeppni í Dominos-deildinni í körfubolta fer fram í kvöld, fimmtudag, þegar liðið fær sterka Njarðvíkinga í heimsókn.

Þórsurum gekk illa um síðustu helgi þar sem liðið tapaði fyrir Fjölni á föstudaginn og KR á sunnudaginn. Með sigri í kvöld er möguleiki á að ná 6.-7. sætinu fyrir úrslitakeppni að því gefnu að Stjarnan og/eða Grindavík tapi sínum leikjum í kvöld.

Það er því mikið í húfi og klárt mál að Þórsarar vilja fara inn í úrslitakeppnina með sigur í síðasta leik deildarkeppninnar.

Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15.