Þór mætir Tindastól í 8 liða úrslitum eftir sigur á Njarðvík

thor_ir_tommi01Þórsarar mæta Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í Dominos-deildinni í körfubolta eftir glæsilegan sigur á Njarðvík 89-84 í kvöld.

Með sigrinum í kvöld fóru Þórsarar í 7. sæti þar sem Grindavík tapaði á sama tíma gegn Snæfell og fóru þá niður fyrir Þór í 8. sætið.

Tómas var besti leikmaður Þórs í kvöld og skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Sovic átti góðan leik og gerði 18 stig og Grétar var flottur með 16. Emil og Govens skoruðu báðir 11 stig en Govens gaf auk þess 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst, ekki amalegt það. Baldur, Oddur og Halldór settu niður 3 stig.