Hljómsveitin Lith í úrslitum tökulagakeppni Gunna Þórðar

lith01
Mynd / www.jonpall.com

Í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars Þórðarsonar efndi Rás 2 til tökulagakeppni á lögum kappans. Fjöldinn allur af lögum barst og hefur dómnefnd Rásar 2 valið þau ellefu lög sem henni þótti skara fram úr.

Eitt þeirra laga sem keppa til úrslita er með rokk hljómsveitinni Lith en hana skipa Dötti og Doddi, sem spiluðu meðal annars í hljómsveitinni Svartaskeri frá Þorlákshöfn, Jakob og Stjáni.

Lagið sem Lith er með í keppninni er Trúbrotar lagið Am I Really Living og inn í það er blandað laginu Tilbrigði um fegurð sem flestir þekkja sem þema lag Ungfrú Ísland keppninnar.

Dötti, sem er Þorlákshafnarbúi í húð og hár, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina og hefur hann einnig staðið fyrir Rokkhátíðinni Ranarokk sem haldin var í Ráðhúsi Ölfuss fyrir nokkrum árum. Hann er jafnvel með plön um að gera eitthvað í svipuðum dúr aftur í höfninni.

Endilega kjósið þetta flotta lag þeirra Lith manna í tökulagakeppninni en hægt er að smella hér til að kjósa og hlusta á lagið.

Hér að neðan má síðan heyra frumsamið lag eftir Lith en hljómsveitina má finna á Facebook.com/lithband