Ægir áfram í bikarnum eftir stórsigur

stukan-25Ægismenn gerðu góða ferð í Kórinn í Kópavogi á laugardaginn þegar liðið mætti Stálúlfi í Borgunarbikarnum í fótbolta.

Leikurinn endaði með stórsigri Ægis 6-2 og eru þeir því komnir áfram í næstu umferð bikarsins og mæta þar liði KV í Þorlákshöfn 18. maí.

Fjórir leikmenn Ægis komust á blað í leiknum. William Daniels skoraði tvö mörk og Aron Ingi Davíðsson, Milan Djurrovic og Uchenna Michael Onyeador skoruðu eitt mark hver. Eitt marka Ægis var sjálfsmark leikmanns Stálúlfs.