Mikið sandfok í vetur

skötubótin3Eins og flestir íbúar sveitarfélagsins vita þá hefur mikill foksandur borist í óveðrum í vetur úr fjörunni milli Þorlákshafnar og Óseyrarbrúar. Mynduðust við það oft sandskaflar við Óseyrarbrú. Ástæðan fyrir þessum mikla sandburði í vetur er að kamburinn hefur rofnað á mörgum stöðum.

Greint er frá mál­inu á mbl.is og þar kemur fram að Sig­urður Jóns­son, skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúi, hafi aldrei séð eins mikinn sandburð á þessu svæði og óttast hann áhrif sandfoksins á framtíð golfvallarins og byggðar í Þorlákshöfn.

„Boða á full­trúa sveit­ar­fé­lags­ins, Land­græðslunn­ar, Vega­gerðar­inn­ar og jafn­vel fleiri á sam­ráðsfund þar sem lagt verður á ráðin um hvernig eigi að taka á þessu vanda­máli“ segir í frétt Morgunblaðsins.