Ægir fær Huginn í heimsókn í dag

aegir2015_lidsmyndKnattspyrnulið Ægis fær Huginn frá Seyðisfirði í heimsókn í fyrsta leik íslandsmótsins í 2. deildinni í dag.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þegar þessi frétt er skrifuð, verður bjart og fallegt veður á Þorlákshafnarvelli og því kjörið að skella sér á völlinn.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 að staðartíma.