Styrmir Dan gæti komist á Ólympíuleika æskunnar, búinn að ná árangursviðmiði

styrmir_dan01Þorlákshafnarbúinn Styrmir Dan Steinunnarson mun hugsanlega keppa í frjálsum á Ólympíuleikum æskunnar á þessu ári en þeir verða haldnir í Georgíu. Styrmir er búinn að ná árangursviðmiði í hástökki sem er 1,98 metrar en enn á eftir að velja hópinn sem fer út. Styrmir á því ágætis möguleika á að vera valinn í hópinn en eins og öllum er ljóst þá er hann einn efnilegasti hástökkvari landsins.

Styrmir Dan hefur lengi stefnt að því að keppa á Ólympíuleikum en skv. Steinunni Emiliu Þorsteinsdóttur, móður Styrmis þá var hann einungis níu ára þegar hann sagðist ætla að fara á Ólympíuleika.

Misskilningur varð hjá blaðamanni Hafnarfrétta við vinnslu fréttarinnar og eru öll atriði fréttarinnar nú komin á hreint, biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum.