Ingibjörg SæmundsdóttirHreyfing er nauðsynleg öllum! Allt frá heilsuhraustum einstaklingum til einstaklinga með einhverskonar sjúkdóma. Ekki hafa þó allir tök á því að stunda hreyfingu sökum peninga erfiðleika eða jafnvel hræðslu við það að vera innan um aðra einstaklinga, hræðslan getur verið á borð við það að vera dæmdur fyrir vaxtarlag, hreyfinguna sem stunduð er og þess háttar. ALLIR eiga sama rétt á því að hreyfa sig á hvaða hátt sem er!

Einn tilvalinn og ókeypis kostur á hreyfingu er heilsustígurinn. Við í Þorlákshöfn erum það heppin að hafa einn slíkan til staðar ásamt fleiri sveitarfélögum svo sem Hveragerði og Hvolsvelli. Heilsustígurinn í Þorlákshöfn er 3,4 km ganga með 15 stöðvum með mismunandi styrktar-, úthalds- og liðleiksæfingum. Góð fyrirmæli eru á hverri stöð, sjá má nokkur dæmi á myndinni hér fyrir neðan.

HeilsustígurMeð þessum pósti vill ég hvetja alla til þess að nýta sér þessa frábæru aðstöðu sem sveitarfélagið okkar hefur veitt okkur. Einnig vill ég benda á að hægt er að hjóla þessa leið, fyrir þá einstaklinga sem hentar betur að hjóla.

Ást og friður
Ingibjörg Steinunn Sæmundsóttir
íþróttafræðingur