Viðurkenning fyrir fegurstu garðana í Ölfusi

lauf_gardur01Til stendur að veita verðlaun fyrir fegurstu garðana í sveitarfélaginu en það er eitt vandamál við það. Það eru nefnilega svo margir fallegir garða í sveitarfélaginu og því ómögulegt að skoða þá alla. Því óskar sveitarfélagið eftir ábendingum frá íbúum varðandi fallegasta garðinn, annars vegar í þéttbýlinu og hins vegar í dreifbýlinu.

Óskað er eftir að íbúar komi með tillögur um garða sem vert væri að veita viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og uppbyggingu.

Ef þið viljið tilnefna einhvern garð þá þarf að gerast fyrir lok júlí og allar tilnefningar skal senda til Davíðs Halldórssonar umhverfisstjóra, david@olfus.is eða í síma 899-0011.