Innbrot í Lambafellsnámu í Ölfusi

threngslin_01Brotist var inn í vinnuvél og vinnuskúr í Lambafellsnámu í Þrengslunum í Ölfusi og þaðan stolið verkfærum meðal annars rafsuðuvél.

Þetta hefur gerst á tímabilinu frá kvöldi þriðjudags að morgni fimmtudags í síðustu viku.

Innbrotið er í rannsókn og biðlar lögreglan á Suðurlandi til allra sem veitt geta upplýsingar að koma þeim á framfæri í tölvupósti logreglan@sudurland.is. eða í síma 444 2010.