Ægir með erfiðan leik á morgun

lidsmynd_aegir2015Ægir fær Leikni F. í heimsókn á Þorlákshafnarvöll á morgun í 2. deild karla í knattspyrnu.

Ægir situr fyrir leikinn í 10. sæti með sjö stig á meðan gestirnir eru í 3. sæti deildarinnar með 20 stig.

Þessi leikur er Ægismönnum mjög mikilvægur þar sem þeir ætla sér án efa að komast hærra í töflunni en liðið hefur enn ekki unnið heimaleik í deildinni.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er tilvalið að skella sér á völlinn í Þorlákshöfn, styðja við bakið á Ægismönnum og aðstoða þá við að ná sínum fyrsta sigri á heimavelli í deildinni.