Gott jafntefli á heimavelli

aegir_lidsmynd01Ægir náði í eitt stig gegn sterku liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði í góða veðrinu í Þorlákshöfn í gær. Ægismenn voru að leita að sínum fyrsta sigri á heimavelli en Leiknismenn hafa spilað vel í sumar og sitja í þriðja sæti 2. deildar.

William Daniels var ekki lengi að koma Ægismönnum yfir en mark hans kom eftir einungis fjögurra mínútna leik. Undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu síðan gestirnir. Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og urðu því lokatölur 1-1.

Ægir situr í 10. sæti deildarinnar með 8. stig. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Njarðvík á fimmtudaginn.