Margir buðu sig fram í stefnumótunarvinnu hjá sveitarfélaginu

Ölfus - heiðiEins og Hafnarfréttir fjölluðu um þann 24. júní sl. þá óskaði Sveitarfélagið Ölfus eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í því að móta framtíðarstefnu fyrir sveitarfélagið.

Alls buðu 18 öflugir einstaklingar fram krafta sína og er jöfn kynjaskipting í hópnum. Einnig er góð aldursdreifing en yngsti einstaklingurinn sem bauð sig fram er tvítugur og sá elsti 76 ára.

Til stendur að boða til fundar með hópnum upp úr miðjum ágúst. Eins og hefur komið fram þá munu þessir einstaklingar taka þátt í því að móta framtíðarstefnu fyrir sveitarfélagið með það að markmiði að efla sveitarfélagið og auðvelda því að vaxa með auknum íbúafjölda og fjölbreytileika.