Mikil vinna var á sínum tíma lögð í að skipuleggja nýjan miðbæ í Þorlákshöfn. Ekki hefur verið klárað að byggja allt sem gert var ráð fyrir í því skipulagi en hugmyndin og útlitið er mjög áhugavert og vonandi verður þessi hugmynd að veruleika einn daginn.
Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins.
Suðurstrandarvegurinn kemur að Þorlákshöfn í hringtorg norðan við byggðina sem deilir umferðinni inn í bæinn, niður til hafnarinnar eða áfram í austur framhjá bænum. Umferðin mun koma inn í Þorlákshöfn hjá Ráðhúsinu sem verður í nýjum miðbæ Þorlákshafnar sem búið er að skipuleggja. Nýi miðbærinn í Þorlákshöfn verður eins og skip í laginu þar sem stefnið snýr í norður með hringtorgið fremst og segja má að Ráðhúsið sé stýrishúsið á skipinu. Um er að ræða skemmtilega útfærslu á miðbæjarskipulagi þessa sjávarútvegsstaðar.
Hér má einnig nálgast myndband af skipulaginu.