Þórsarar semja við Hraunar Karl

hraunar01Meistaraflokkslið Þórs hefur samið við Hraunar Karl Guðmundsson um að leika með liðinu í vetur í Dominos deildinni. Þetta kemur fram á Facebook síðu Þórs.

Hraunar Karl er fæddur árið 1991 og er 193 sentímetra hár bakvörður/framherji og kemur til Þórs frá Breiðablik.

Hraunar lék með KFÍ í Dominos deildinni tímabilið 2013-2014 en var svo með Breiðablik síðari hluta síðasta tímabils, en þar er hann uppalinn og hóf einmitt meistaraflokksferilinn árið 2007 undir stjórn Einars Árna í Kópavoginum.