Veðurstofan sendir frá sér stormviðvörun

ovedur01Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér stormviðvörum við suður- og suðvesturströndina eftir hádegi á morgun. Búist er við vindi yfir 20 m/s og vindhviðum allt að 35 m/s.

„Ekkert ferðaveður verður því fyrir bifreiðar með aftanívagna og einnig er ráðlagt að huga að tjöldum og lausamunum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.