Körfuboltabúðir Þórs 17. – 20. ágúst

korfubolti_krakkarKörfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir körfuboltabúðum dagana 17. – 20.ágúst frá kl. 13:00 – 14:30.

Búðirnar eru opnar öllum börnum fæddum á bilinu 2003-2008, jafnt þeim sem æfa körfubolta nú þegar og þeim sem hafa hug á að kynnast íþróttinni.

Æfingabúðirnar eru góður vettvangur fyrir nýja og áhugasama iðkendur til að öðlast meiri þekkingu á leiknum.

Yfirþjálfarar eru Baldur Þór Ragnarsson og Vance Michel Hall. Þeim til aðstoðar verða leikmenn meistaraflokks en einnig koma landsliðsmenn úr íslenska karlalandsliðinu og unglingalandsliðum í heimsókn.

Markmiðið með búðunum er meðal annars að:

  • Kynna íþróttina fyrir nýjum iðkendum
  • Efla grunnþekkingu iðkenda
  • Auka áhuga iðkenda
  • Hefja tímabilið af krafti

Mæting og skráning kl 12:45 mánudaginn 17. ágúst. Allir krakkar velkomnir og aðgangur ókeypis. Í lok námskeiðs verður pizzaveisla.