Sumarlestri bókasafnsins lokið

sumarlestur4Sumarlestri bókasafnsins lauk nú í morgun en hann hefur staðið yfir í allt sumar. Í tilefni af því mættu krakkarnir sem tóku þátt í sumarlestrinum á bókasafnið og hjálpuðust að við að hengja upp bókaorminn sem þau eru búin að vinna í, í allt sumar.

Að lokum fengu nokkrir þátttakendur verðlaun og allir fengu viðurkenningarskjal.

Þau stóðu sig öll með prýði og hvetja alla til að koma á bókasafnið til að sjá bókaorminn þeirra og hversu dugleg þau eru búin að vera að lesa í sumar.