hamingjanogulfurinnTónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson og Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu Úlfur, munu ferðast um landið á næstu vikum með dagskrá sem er kölluð „Hamingjan og Úlfurinn“. Þeir félagar verða í Þorlákshöfn í Ráðhúsi Ölfuss á föstudaginn, 21. ágúst, klukkan 20:00.

Við ætlum að opna á samtal um hamingju. Hvað skiptir máli í því stutta ferðalagi sem lífið er? Jónas svarar á sinn hátt í tónlist og Héðinn með uppstandi upp úr efni bókarinnar „Vertu úlfur“. Síðan opnum við fyrir samtal við áheyrendur.

Forsala aðgöngumiða á Hamingjuna og Úlfinn er inn á www.tix.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.