Glæsilegur árangur hjá 6. flokki kvenna

6flokkur_kvkStelpurnar í 6. flokki kvenna í knattspyrnu léku í úrslitakeppni Íslandsmótsins í gær. Þangað komust þær eftir að hafa unnið sinn undanriðil fyrr í sumar.

Það er óhætt að segja að stelpurnar hafi staðið sig vel. Þær unnu KR (3-0) og Þrótt (4-0) í riðlakeppni en töpuðu fyrir Val (1-3), sem síðan urðu Íslandsmeistarar. Þær spiluðu því um þriðja sæti en töpuðu þar fyrir Fram (2-3) í miklum spennuleik.

Niðurstaðan því fjórða sæti í keppni A liða sem er frábær árangur hjá þessum flottu stelpum. Þess má geta að þessar sömu stelpur urðu einmitt Símamótsmeistarar fyrr í sumar.