Afmælissýning Leikfélags Ölfuss

leikfelag_olfus01Í október verða liðin 10 ár síðan Leikfélag Ölfuss var stofnað, en þá hafði ekkert leikfélag verið starfrækt í Þorlákshöfn í u.þ.b. tíu ár. Leikfélag Ölfuss hefur frá fyrstu tíð sett upp metnaðarfullar leiksýningar auk þess að taka þátt í fjölmörgum smærri verkefnum.

Í ár verður engin breyting þar á, æfingar á verkinuEinn rjúkandi kaffibolli eftir Aðalstein Jóhannsson eru að hefjast en þess má geta að höfundur er félagi og stjórnarmeðlimur í Leikfélagi Ölfuss. F. Elli Hafliðason leikstýrir verkinu og munu sýningar hefjast í október.

Á sýningunni í Gallerí undir stiganum verða m.a. myndir, veggspjöld, leikskrár, búningar og leikmunir úr sýningum félagsins og hugsanlega munu óvæntir atburðir eiga sér stað. Við hvetjum alla til að koma á opnun sýningarinnar þann 3. september kl. 18:00 og fagna með okkur á þessum tímamótum.