Tap á heimavelli: Ægir í mikilli fallbaráttu

lidsmynd_aegir2015Ægismenn eru í mikilli fallbaráttu í 2. deildinni í fótbolta eftir 0-1 tap gegn Aftureldingu á Þorlákshafnarvelli í dag.

Afturelding komst yfir á 32. mínútu leiksins en fleiri urðu mörkin ekki.

Eftir leikinn í dag sitja Ægismenn í 10. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Tindastóll sem er í því næstneðsta en Stólarnir eiga leik til góða.

Ægir mætir botnliði Dalvík/Reyni á Dalvíkurvelli á laugardaginn. Sá leikur er algjör skyldusigur fyrir Ægi í baráttunni um að halda sæti sínu í 2. deild.