Aldrei fleiri heimsótt Hafnarfréttir.is

hafnarfrettir_adsoknVefurinn Hafnarfréttir.is hefur aldrei verið heimsóttur jafn oft og í seinasta mánuði en vefurinn var heimsóttur yfir 14.000 sinnum í ágúst. Einstakir notendur voru á sama tíma um 5.600 sem verður að teljast ágætt miðað við að tæplega 2.000 manns búa í sveitarfélaginu.

Á einungis fjórum mánuðum hefur fjöldi heimsókna næstum því þrefaldast sem er mikið ánægju efni fyrir þennan rafræna fjölmiðil.

Þessa miklu aukningu má að öllum líkindum rekja til þess að vefurinn hefur verið mun virkari seinustu mánuði. Eigendur Hafnarfrétta stefna þó á að gera enn betur á komandi mánuðum.

Við viljum þakka lesendum okkar fyrir að heimsækja okkur og biðja ykkur um leið um að deila síðunni okkar á facebook svo fréttir okkar dreifist á fleiri staði.

Við viljum benda fólki á að senda á okkur ábendingar um fréttaefni, einnig væri gaman ef fleiri myndu senda inn aðsendar greinar.