Hamingjan og Úlfurinn í Þorlákshöfn: ný tímasetning

hamingjanogulfurinnTónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson og Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu Úlfur, hafa verið að ferðast um landið með dagskrá sem er kölluð „Hamingjan og Úlfurinn“.

Þann 21. ágúst sl. ætluðu þeir félagar að mæta í Þorlákshöfn en því miður þurftu þeir að fresta því. Nú er búið að finna aðra tímasetningu og ætla þeir félagar að mæta í Þorlákshöfn í Ráðhús Ölfuss fimmtudaginn, 10. september, klukkan 20:00.

Við ætlum að opna á samtal um hamingju. Hvað skiptir máli í því stutta ferðalagi sem lífið er? Jónas svarar á sinn hátt í tónlist og Héðinn með uppstandi upp úr efni bókarinnar „Vertu úlfur“. Síðan opnum við fyrir samtal við áheyrendur.

Forsala aðgöngumiða á Hamingjuna og Úlfinn er inn á www.tix.is en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.