Leikskólinn safnar frímerkjum til styrktar hjálpastarfi

leikskoli01Um nokkurt skeið hafa börn, foreldrar og starfsfólk leikskólans Bergheima safnað frímerkjum til styrktar hjálpastarfi. Um milligöngu starfsfólks í Landsbankanum tekur Jarle Reiersen, sjálfboðaliði hjá kristniboðsambandinu, að sér að koma frímerkjunum og öðru sem gefið er í verð. Tekjur ársins 2014 vegna frímerkja- og myntsölu voru u.þ.b. 2,8 milljónir.

Össur Friðgeirsson, verkstjóri Þjónustumiðstöðvar Ölfuss, kom í leikskólann með marga kassa fulla af fyrstadagsumslögum frá tengdaföður sínum, Guðmundi Valgeiri Ingavarssyni. Umslögin dugðu í margar ferðir til Guðmundu í útibú Landsbankans í Þorlákshöfn.

„Það er alveg ómetanlegt hve margir styrkja okkur í þessari söfnun og vill leikskólinn færa Guðmundi Valgeiri Ingavarssyni bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf,“ segir Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri Bergheima.