Búið að ráða organista

MiklósAð undanförnu hefur verið töluverð óvissa um hver yrði næsti organisti í Þorlákskirkju. Sóknarnefnd hefur nú eytt þessari óvissu þar sem búið er að ráða Miklós Dalmay sem organista við kirkjuna.

Miklós sem er frá Ungverjalandi fluttist til Íslands árið 1994 með fjölskyldu sinni og frá þeim tíma hefur hann verið einn virkasti píanó einleikari landsins.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Miklós starfar hér í bæ en í kringum aldarmótin kenndi hann á píanó í Þorlákshöfn.

Nánari upplýsingar um Miklós Dalmay má finna hér.