Vilja Daníel Hauk sem varaformann Vinstri grænna

daniel_haukur01Ung vinstri græn skora á Daníel Hauk Arnarsson að gefa kost á sér til embættis varaformanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á landsfundi hreyfingarinnar sem fram fer á Selfossi 23.-25. október. Daníel Haukur, sem er Þorlákshafnarbúi í húð og hár, hefur starfað fyrir flokkinn undanfarið.

„Daníel Haukur hefur sýnt það í verki fyrir hreyfinguna hversu metnaðarfullur, duglegur og góður leiðtogi hann er. Rekstur hreyfingarinnar hefur umturnast síðan Daníel Haukur tók við embætti starfsmanns Vinstri grænna,“ segir í tilkynningu frá Ungum vinstri grænum.

Þá telja Ung vinstri græn að móðurflokkurinn þurfi á ungu fólki að halda í stjórn hreyfingarinnar. „Ung vinstri græn telja að Daníel Haukur Arnarson sé hæfasti maðurinn til að leiða forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs ásamt formanni hreyfingarinnar Katrínu Jakobsdóttur.“

Þetta var samþykkt samhljóða af landstjórn UVG